42 milljarðar í hagnað

Sam­an­lagður hagnaður viðskipta­bank­anna þriggja, Glitn­is, Kaupþings og Lands­bank­ans nam 42 millj­örðum króna á fyrsta árs­fjórðungi sam­an­borið við 41,1 millj­arð á sama tíma­bili í fyrra. Hef­ur hagnaður því auk­ist um 900 millj­ón­ir króna á milli tíma­bila.

Sam­an­lagðar eign­ir bank­anna þriggja voru þann 31. mars 14.069 millj­arðar króna sem er aukn­ing um 2.715 millj­arða frá ára­mót­um er sam­an­lagðar eign­ar þeirra voru 11.354 millj­arðar.

Hagnaður Glitn­is nam 5,9 millj­örðum króna á fyrsta árs­fjórðungi í ár sam­an­borið við 7 millj­arða á sama tíma­bili í fyrra. Eign­ir Glitn­is í lok mars voru 3.865 millj­arðar króna en voru í árs­lok 2007 2.949 millj­arðar króna.

Hagnaður Kaupþings var 18,7 millj­arðar króna á fyrsta árs­fjórðungi í ár sam­an­borið við 20,3 millj­arða króna á fyrsta árs­fjórðungi í fyrra. Eign­ir Kaupþings í lok mars voru 6.368 millj­arðar króna en voru 5.347 millj­arðar í árs­lok.

Hagnaður Lands­bank­ans nam 17,4 millj­örðum króna á fyrsta árs­fjórðungi sam­an­borið við 13,8 millj­arða króna á fyrsta árs­fjórðungi í fyrra. Eign­ir Lands­bank­ans voru 3.836 millj­arðar króna í lok mars en voru 3.058 millj­arðar um síðustu ára­mót.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK