Hagnaður Glitnis 5,9 milljarðar

Lárus Welding forstjóri Glitnis
Lárus Welding forstjóri Glitnis Þorvaldur Örn Kristmundsson

Hagnaður Glitnis á fyrsta ársfjórðungi nam 5.859 milljónum króna samanborið við 7.008 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Hagnaður fyrir skatta dróst einnig saman milli tímabila, var 7,7 milljarðar í ár en var 8,4 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Eiginfjárhlutfall á CAD grunni var 11%, þar af var A-hlutfall 7,7. Arðsemi eigin fjár var 15%.

Í tilkynningu kemur fram að hreinar rekstrartekjur  séu 25,6 milljarðar króna. Hreinar vaxtatekjur á 1. ársfjórðungi voru 13,8 milljarðar. Þóknanatekjur á 1. ársfjórðungi ársins námu 10,6 milljörðum. Gjöld námu 13,8 milljörðum króna og raunvöxtur lánasafns var 4% á fyrsta ársfjórðungi. Í lok fyrsta ársfjórðungs var lausafjárstaða  Glitnis 8,7 milljarðar evra.

Í fréttatilkynningu er haft eftir Lárusi Welding, forstjóra Glitnis: 

„Afkoma Glitnis var mjög góð á þessum fyrsta ársfjórðungi en hann einkenndist af mjög krefjandi markaðsaðstæðum fyrir öll fjármálafyrirtæki. Þrátt fyrir umrót á mörkuðum sýndi Glitnir innri styrk og staðfestir afkoman undirliggjandi þanþol og sveigjanleika í rekstri bankans.

Hreinar rekstrartekjur okkar hafa aldrei verið hærri og það er stöðugur vöxtur í kjarnastarfsemi. Skýr stefna á markaðssyllum okkar, sjávarútvegi og jarðhita, hefur verið árangursrík og þar sem um 60% af ráðgjafatekjum okkar tengjast þessum sviðum. Rekstrargjöld drógust saman um 12% á milli fjórðunga sem er í samræmi við stefnu okkar um aukið hagræði í rekstri bankans. Ennfremur hefur okkur tekist að styrkja góða lausafjárstöðu og eiginfjárhlutföll við erfiðar ytri aðstæður.
Allar fjármálastofnanir hafa þurft að hagræða í rekstri sínum á síðustu misserum til að auka skilvirkni í starfsemi og auka arðsemi. Við ætlum okkur að styrkja tekjuvöxt bankans enn frekar á öðrum ársfjórðungi og standa vörð um lausafjárstöðu okkar og beita áframhaldandi aðhald í rekstri,“ samkvæmt Lárusi í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK