Slóvakía fær aðild að evru-svæðinu 2009

mbl.is

Slóvakía getur tekið upp evru þann 1. janúar 2009, að sögn Joaquin Almunia, sem fer með efnahagsmál innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins þar sem ríkið hefur uppfyllt þau skilyrði sem sett eru fyrir aðild að myntbandalagi Evrópu.

Fjármálaráðherrar ríkja Evrópusambandsins þurfa  að samþykkja aðildarbeiðni Slóvakíu og er gert ráð fyrir að það verði gert í júní og júlí. Með aðild að myntbandalaginu verður Slóvakía sextánda ríkið innan ESB sem tekur upp evru. 

Þrátt fyrir að Slóvakía þyki hafa uppfyllt skilyrði sem sett eru fyrir aðild þá varar Seðlabanki Evrópu við því að stjórnvöld í Slóvakíu verði að gæta þess að verðbólga í landinu fari ekki upp fyrir verðbólgumarkmið myntbandalagsins. Í mars var verðbólga í Slóvakíu 2,2% en verðbólgumarkmið ESB fyrir aðildarríki í myntbandalaginu eru 3,2%.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK