Verð á olíu nálgast 124 dali tunnan

Olíuverð náði nýjum hæðum í kvöld er verð á hráolíu til afhendingar í júní fór í 123,90 dali tunnan á eftirmarkaði í New York. Verð á Brent Norðursjávarolíu fór í 122,32 dali tunnan á markaði í Lundúnum. Virðist ekkert lát ætla að vera á verðhækkunum á olíu þrátt fyrir að birgðir af eldsneyti hafi aukist í Bandaríkjunum.

Fastlega er gert ráð fyrir því að George Bush, forseti Bandaríkjanna, óski eftir því í næstu viku er hann heimsækir Sádí-Arabíu að framleiðsla á olíu verði aukin meðal OPEC ríkjanna. Í síðustu heimsókn þangað hvatti Bush til þess að framleiðslan yrði aukin þar sem hátt olíuverð skaðaði efnahag viðskiptavina olíuframleiðenda, það er almenning og fyrirtæki. OPEC ríkin fóru hins vegar ekki að ósk Bush í það skiptið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK