Helstu hlutabréfavísitölur á Wall Street hækkuðu í dag þrátt fyrir að olíuverð hafi náð enn einu hámarkinu í dag. Dow Jones hækkaði um 0,41% og er 12.866,78 stig. Nasdaq hækkaði um 0,52% og er 2.451,24 stig en S&P hækkaði um 0,37% og er 1.397,68 stig. Lokaverð á olíu í New York var hærra en áður eða 123,69 dalir tunnan. Í rafrænum viðskiptum eftir lokun fór tunnan hins vegar í 124,61 dal. Verð á bensíni hækkaði í Bandaríkjunum í dag og er gallonið nú almennt á 3,65 dali.
DeCode lækkaði um 8,57% á Nasdaq og er 1,60 dalir á hlut.