Afskráning samþykkt á hluthafafundi FL Group

mbl.is

Samþykkt var á hluthafafundi FL Group í morgun að afskrá félagið úr Kauphöll Íslands með einu mótatkvæði. Allar tillögur sem lágu fyrir fundinum voru samþykktar. Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður FL Group, segir að með afskráningunni sé félagið ekki að hlaupa út úr kauphöllinni með skottið á milli lappanna heldur hafi þetta verið besta niðurstaðan miðað við aðstæður á mörkuðum. Segir Jón Ásgeir að eiginfjárstaða FL Group sé góð en eigið fé félagsins er 115 milljarðar króna.

Í samtali við Morgunblaðið sagði Vilhjálmur Bjarnason, formaður samtaka fjárfesta, þetta vera dapurlegan endi en Vilhjálmur sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

FL Group mun nú gera hluthöfum tilboð um að kaupa hluti þeirra í FL Group og greiða fyrir þá með hlutum í Glitni. Um 83% hluthafa félagins hafa þegar afsalað sér rétti til tilboðsins og verða því áfram hluthafar í FL Group. Kaupverð hluta í FL Group í tilboði til hluthafa verður 6,68 á hlut sem var meðalgengi FL Group í aprílmánuði 2008 og gengi á hlutum í Glitni verður 17,05 á hlut sem var lokagengi Glitnis þann 30. apríl 2008. Skiptihlutfallið í tilboði til hluthafa verður því 0,3918 hlutir í Glitni banka fyrir hvern hlut í FL Group.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK