Spá frekari hækkun stýrivaxta

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. Mbl.is/Brynjar Gauti

Seðlabanki Íslands hef­ur ekki aðra úr­kosti en að hækka stýri­vexti sína enn frek­ar þrátt fyr­ir að hafa hækkað stýri­vexti í tvígang á ár­inu án þess að það hafi dugað til þess að verja krón­una falli. Þetta seg­ir Ei­leen Zhang, sér­fræðing­ur hjá Stand­ard & Poor's í viðtali við Bloom­berg frétta­stof­una.

Zhang seg­ir að pen­inga­mála­stefn­an hafi ekki ekki virkað sem skyldi en seðlabank­inn hafi ekki haft marga aðra kosti í stöðunni. Ef verðbólga eykst enn frek­ar þá get­ur seðlabank­inn ekki annað en hækkað vexti.  Þetta er erfitt starf hjá seðlabank­an­um, bæt­ir Zhang við.

Í frétt Bloom­berg er fjallað um óvænta stýri­vaxta­hækk­un Seðlabanka Íslands þann 10. apríl í 15,5% og að þeir séu þeir hæstu sem um get­ur á vest­ur­lönd­um. Næsti stýri­vaxta­ákvörðun Seðlabanka Íslands verður kynnt þann 22. maí nk. Krón­an hef­ur veikst um 26% gagn­vart evru það sem af er ári.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK