Óseldir bílar hrannast upp

Óvenju­mik­ill fjöldi bíla er nú á geymslu­svæðum skipa­flutn­inga­fé­lag­anna. Bíl­arn­ir eru geymd­ir á þess­um svæðum þar til þeir eru tollaf­greidd­ir.

Hjá Sam­skip­um feng­ust þær upp­lýs­ing­ar að á þeirra geymslu­svæði væru nú hátt á þriðja þúsund bíl­ar sem biðu af­greiðslu, en á síðasta ári voru að jafnaði um þúsund bíl­ar í geymslu.

Full­trúi Eim­skipa vildi ekki gefa ná­kvæm­ar upp­lýs­ing­ar um fjölda bíla í geymslu. Ef áætlað er að Eim­skip séu með jafn­marga bíla í geymslu og Sam­skip ger­ir það sam­tals nærri sex þúsund bíla, en til sam­an­b­urðar má nefna að á öllu síðasta ári seld­ust tæp­lega 16.000 nýir fólks­bíl­ar. Geymd­ir bíl­ar nú nema því um þriðjungi af heild­ar­sölu árs­ins 2007. Mest var bíla­sal­an árið 2005 þegar rétt rúm­lega 18.000 fólks­bíl­ar voru seld­ir.

Það sem af er ár­inu hafa selst rúm­lega 4 þúsund bíl­ar en sal­an var mest í upp­hafi árs­ins. Í síðustu viku seld­ust 214 nýir bíl­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka