Hræringar á olíuverði

Reuters

Verð á olíu fór yfir 126 dali tunnan í dag en lækkaði er leið á kvöldið þar sem fjárfestar innleystu hagnað þar sem talið er að eftirspurn eftir olíu geti minnkað í Kína í kjölfar jarðskjálftans sem reið yfir landið í dag.

Verð á hráolíu til afhendingar í júní fór hæst í 126,40 dali tunnan á hrávörumarkaði í New York í dag en er nú 124,23 dalir við lokun markaða. Á föstudag lokaði markaðurinn í 125,96 dölum tunnan í New York.

Í Lundúnum var lokaverð á Brent Norðursjávarolíu til afhendingar í júní 122,91 dalur tunnan. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK