Krónan og hlutabréf hækka

mbl.is

Krónan hefur styrkst um 0,95% það sem af er degi en veltan á gjaldeyrismarkaði er komin í 10 milljarða. Gengisvísitalan var í upphafi dags 158,90 stig en er nú 157,40 stig. Gengi Bandaríkjadals er 78,90 krónur, evran er 121,95 krónur og pundið 153,58 krónur.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,11% frá því viðskipti hófust í Kauphöll Íslands klukkan tíu í morgun. Landsbankinn hefur hækkað mest eða um 1,65%.

Annars staðar á Norðurlöndunum hafa hlutabréfavísitölur lækkað. Í Ósló 0,16%, Kaupmannahöfn 0,03%, Stokkhólmur 0,5% og Helsinki 0,19%. Samnorræna vísitalan Nordic 40 hefur lækkað um 0,6%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK