Franska flugfélagið Air France ætlar að hækka eldsneytisgjald sem lagt er á alla flugmiða sem félagið selur. Á lengstu flugleiðunum verður eldsneytisgjaldið hækkað um 10 evrur, á flugi innan Evrópu er hækkunin fjórar evrur og í innanlandsflugi er hækkunin 2 evrur.
Í tilkynningu Air France kemur fram að hækkunin er tilkomin vegna hækkunar á eldsneytisverði en félagið hefur hækkað eldsneytisgjaldið jafnt og þétt undanfarna mánuði.