ESB ræðst til atlögu við ofurlaun

mbl.is/GSH

Aðildarríki Evrópusambandsins samþykktu í dag, að ráðast til atlögu við ofurlaun forstjóra og hóta því að leggja sérstaka skatta á fyrirtæki, sem talin eru greiða óhóflega há laun til stjórnenda. 

Þá hvöttu fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkja verkalýðsfélög einnig til að sýna hóf í kröfum um launahækkanir í ljósi þess að nú er mjög að hægja á efnahagslífi víða um heim. 

Á tveggja daga fundi komust fjármálaráðherrarnir að þeirri niðurstöðu, að ekki væri hafið samdráttarskeið í ESB en rétt væri að ganga hægt um gleðinnar dyr vegna þess að dregið hefur úr hagvexti og á sama tíma fer verðbólga vaxandi vegna hækkandi eldsneytis- og matvælaverðs.  

Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, segir að þar í landi áformi stjórnvöld að leggja sérstakan 30% skatt á fyrirtæki sem greiða stjórnendum yfir hálfan milljarð evra, jafnvirði 62 milljóna króna, við starfslok. Sagði Bos, að ráðherrar allra aðildarríkjanna hefðu á fundinum lýst áhyggjum af svonefndum „gullnum regnhlífum" stjórnenda og öðrum starfstengdum greiðslum, sem fréttir hafa verið af að undanförnu.

Í Hollandi fékk Rijkman Groenink, forstjóri bankans ABN Amro, m.a. 22 milljóna evra greiðslu, jafnvirði 2,7 milljarða króna, í vasann þegar bankinn var seldur á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK