Íslensku bankana vantar lánveitanda til þrautavara

Íslensku bank­ana skort­ir lán­veit­anda til þrauta­vara. Krón­an hef­ur tak­markað markaðshæfi og gjald­eyr­is­forði er lít­ill þannig að ís­lensk­ir bank­ar geta ekki fengið sömu lausa­fjár­fyr­ir­greiðslu og seðlabank­ar á evru­svæðinu. Þar af leiðandi hljóta bank­arn­ir að hafa hærri lausa­fjárá­hættu en er­lend­ir bank­ar og greiða hærra áhættu­álag. Þetta kom fram í er­indi Ásgeirs Jóns­son­ar, for­stöðumanns grein­ing­ar­deild­ar Kaupþings, á mál­stofu í Seðlabank­an­um í gær.

Efni er­ind­is Ásgeirs var ein­mitt lán­veit­ing­ar seðlabanka til banka til þrauta­vara og í máli hans kom m.a. fram að í litl­um opn­um hag­kerf­um, eins og því ís­lenska, eru slík­ar lán­veit­ing­ar háðar því að seðlabank­ar ráði yfir mynd­ar­leg­um gjald­eyr­is­forða. Auk­in seðla­prent­un geti nefni­lega valdið vanda ef heima­gjald­miðill hef­ur ekki alþjóðlegt greiðslu­hæfi og lausa­féð sem prentað er leit­ar úr landi. Þá neyðist bank­inn til þess að stýfa lán­veit­ing­una með sölu gjald­eyr­is á milli­banka­markaði.

Besta lausn­in á þess­um vanda er að mati Ásgeirs inn­ganga í mynt­banda­lag Evr­ópu en hann legg­ur áherslu á að ein­hliða upp­taka evru gagn­ist ekki að þessu leyti enda fel­ur hún ekki í sér stuðning Seðlabanka Evr­ópu við ís­lenska banka­kerfið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK