Bandaríkin samkeppnishæfust

AP

Bandaríkin eru samkeppnishæfasta land í heimi, 15 árið í röð, en efnahagslífið þar ber sömu veikleikamerki og grófu undan uppgangi í Japan í upphafi síðasta áratugar, samkvæmt árlegum niðurstöðum sem IMD-viðskiptaháskólinn í Sviss birtir í dag. Singapore og Hong Kong koma rétt á eftir Bandaríkjunum líkt og undanfarin ár.

Sviss og Lúxemborg eru í fjórða og fimmta sæti, segir í „World Competitiveness Yearbook,“ sem IMD birtir í dag.

„Stóra spurningin er sú, hvort Bandaríkin verði í fyrsta sæti á næsta ári,“ segir Stephane Garelli, ritstjóri bókarinnar. Niðurstöðurnar sem birtar séu í dag byggi á tölum frá í fyrra, og endurspegli því ekki að fullu leyti þá óáran sem herjað hafi á bandarískt efnahagslíf undanfarið.

En Garelli varaði við því að heilbrigði bandarísks efnahagslífs sé hætta búin vegna þess að það byggist of mikið á hagnaði fjármálafyrirtækja. Þótt samsvörun væri nú milli þess sem væri að gerast í Bandaríkjunum og þess sem gerst hafi í japönsku efnahagslífi um og upp úr 1990 væri þó sá munur á, að bandaríska efnahagslífið virtist hafa hæfileika til að geta alltaf náð sér á strik á ný, en þann hæfileika virtist oft skorta í Japan og Evrópu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka