Bandaríkin samkeppnishæfust

AP

Banda­rík­in eru sam­keppn­is­hæf­asta land í heimi, 15 árið í röð, en efna­hags­lífið þar ber sömu veik­leika­merki og grófu und­an upp­gangi í Jap­an í upp­hafi síðasta ára­tug­ar, sam­kvæmt ár­leg­um niður­stöðum sem IMD-viðskipta­há­skól­inn í Sviss birt­ir í dag. Singa­pore og Hong Kong koma rétt á eft­ir Banda­ríkj­un­um líkt og und­an­far­in ár.

Sviss og Lúx­em­borg eru í fjórða og fimmta sæti, seg­ir í „World Com­pe­titi­veness Ye­ar­book,“ sem IMD birt­ir í dag.

„Stóra spurn­ing­in er sú, hvort Banda­rík­in verði í fyrsta sæti á næsta ári,“ seg­ir Stephane Garelli, rit­stjóri bók­ar­inn­ar. Niður­stöðurn­ar sem birt­ar séu í dag byggi á töl­um frá í fyrra, og end­ur­spegli því ekki að fullu leyti þá óár­an sem herjað hafi á banda­rískt efna­hags­líf und­an­farið.

En Garelli varaði við því að heil­brigði banda­rísks efna­hags­lífs sé hætta búin vegna þess að það bygg­ist of mikið á hagnaði fjár­mála­fyr­ir­tækja. Þótt sam­svör­un væri nú milli þess sem væri að ger­ast í Banda­ríkj­un­um og þess sem gerst hafi í japönsku efna­hags­lífi um og upp úr 1990 væri þó sá mun­ur á, að banda­ríska efna­hags­lífið virt­ist hafa hæfi­leika til að geta alltaf náð sér á strik á ný, en þann hæfi­leika virt­ist oft skorta í Jap­an og Evr­ópu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK