Breytingar hjá SVÞ

Sam­komu­lag hef­ur orðið um að Sig­urður Jóns­son, láti af störf­um fram­kvæmda­stjóra Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu, SVÞ, hinn 1. júní nk.  og taki að sér önn­ur verk­efni fyr­ir at­vinnu­rek­end­ur. Andrés Magnús­son, tek­ur við frá sama tíma. Andrés Magnús­son er lög­fræðing­ur að mennt og starfaði áður sem fram­kvæmda­stjóri Fé­lags ís­lenskra stór­kaup­manna (FÍS).
 
Óskar Björns­son skrif­stofu­stjóri SVÞ læt­ur af störf­um í lok mánaðar­ins en hann sagði upp starfi sínu fyr­ir nokkru.  Við hans starfi tek­ur Guðbjörg Sesselja Jóns­dótt­ir.
 
Í til­kynn­ingu kem­ur fram að breyt­ing­arn­ar séu í sam­ræmi við stefnu­mót­un sam­tak­anna sem miðar að auk­inni starf­semi frá því sem verið hef­ur. Auk­in verk­efni og þjón­usta skrif­stof­unn­ar kalla á fjölg­un starfs­manna og því hef­ur verið ákveðið að bæta við stöðu lög­fræðings. Því starfi mun Sig­urður Örn  Guðleifs­son gegna, Sig­urður er Cand.Jur og M.Sc. í um­hverf­is­fræðum.
 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK