Breytingar hjá SVÞ

Samkomulag hefur orðið um að Sigurður Jónsson, láti af störfum framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu, SVÞ, hinn 1. júní nk.  og taki að sér önnur verkefni fyrir atvinnurekendur. Andrés Magnússon, tekur við frá sama tíma. Andrés Magnússon er lögfræðingur að mennt og starfaði áður sem framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna (FÍS).
 
Óskar Björnsson skrifstofustjóri SVÞ lætur af störfum í lok mánaðarins en hann sagði upp starfi sínu fyrir nokkru.  Við hans starfi tekur Guðbjörg Sesselja Jónsdóttir.
 
Í tilkynningu kemur fram að breytingarnar séu í samræmi við stefnumótun samtakanna sem miðar að aukinni starfsemi frá því sem verið hefur. Aukin verkefni og þjónusta skrifstofunnar kalla á fjölgun starfsmanna og því hefur verið ákveðið að bæta við stöðu lögfræðings. Því starfi mun Sigurður Örn  Guðleifsson gegna, Sigurður er Cand.Jur og M.Sc. í umhverfisfræðum.
 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK