Ekki neyðaraðstoð við Ísland

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, á blaðamannafundi í Seðlabankanum.
Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, á blaðamannafundi í Seðlabankanum.

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, segir að gjaldeyrisskiptasamningar við þrjá norræna seðlabanka séu viðbúnaðarráðstöfun, sem veiti Seðlabankanum aðgang að evrum ef þess gerist þörf. Davíð vísar því á bug, að samningarnir séu neyðaraðstoð við íslenskt efnahagslíf eins og norrænir fjölmiðlar hafa túlkað þá í dag.

Davíð sagði, að of snemmt væri að fullyrða um áhrif af samningunum en þó bentu fréttir af styrkingu krónunnar og hækkun á hlutabréfum í morgun til þess markaðurinn tæki þeim vel. Þá sagði Davíð, að Seðlabankinn hefði fengið jákvæð viðbrögð erlendis frá. Aðspurður sagði hann að þetta ætti að styrkja stöðu Seðlabankans gegn hugsanlegu áhlaupi á krónuna.

Davíð sagði, að samningarnir væru fyrsta skrefið í lengra ferli sem miðaði að því að koma á jafnvægi. Hann vildi ekki tjá sig um hugsanleg áhrif á stýrivexti bankans.

Markaðurinn hefur tekið fréttunum af samningnunum vel. Greining Glitnis segir m.a., að um sé að ræða mjög jákvæðar aðgerðir þótt þær einar og sér slái ekki fyllilega á áhyggjur þeirra sem gagnrýnt hafi takmarkaða getu Seðlabanka til að styðja við bak íslenskra banka. 

„Með þessu sýnir Seðlabankinn að honum er full alvara í að standa vörð um fjármálastöðugleika hérlendis og að honum eru ýmsir vegir færir í því ætlunarverki. Einnig gefur Seðlabankinn sterklega í skyn að frekari aðgerða sé að vænta á næstunni. Líklegt er til að mynda að Evrópski seðlabankinn og Englandsbanki séu í viðræðum við Seðlabanka Íslands í þessu skyni. Í því sambandi má benda á að eini norræni seðlabankinn sem ekki tekur þátt í aðgerðunum nú er sá finnski, en hann heyrir undir Evrópska seðlabankann. Forsætisráðherra hefur einnig staðfest í morgun að frekari aðgerðir séu í undirbúningi í því skyni að styrkja erlenda lausafjárstöðu Seðlabankans," segir í Morgunkorni Greiningar Glitnis í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK