Olíuverð setti nýtt met

Verð á hráolíu komst í 127,82 dali tunnan á markaði í New York í dag og hefur aldrei verið hærra. Hækkaði verðið um þrjá og hálfan dal frá lokaverðinu í gær.

Verð á Brent Norðursjávarolíu hækkaði einnig um nærri 4 dali í dag og komst í 126,34 dali, sem einnig er met.

George W. Bush, Bandaríkjaforseti, kom til Sádi-Arabíu í dag og ætlar að ræða við þarlend stjórnvöld um að beita sér fyrir því innan OPEC-samtakanna, að framboð á olíu verði til að draga úr verðþrýstingi. Ekki er talið að Bush hafi erindi sem erfiði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka