Verð á hráolíu komst í 127,82 dali tunnan á markaði í New York í dag og hefur aldrei verið hærra. Hækkaði verðið um þrjá og hálfan dal frá lokaverðinu í gær.
Verð á Brent Norðursjávarolíu hækkaði einnig um nærri 4 dali í dag og komst í 126,34 dali, sem einnig er met.
George W. Bush, Bandaríkjaforseti, kom til Sádi-Arabíu í dag og ætlar að ræða við þarlend stjórnvöld um að beita sér fyrir því innan OPEC-samtakanna, að framboð á olíu verði til að draga úr verðþrýstingi. Ekki er talið að Bush hafi erindi sem erfiði.