Vöxtur umfram vonir

Hag­vöxt­ur í Þýskalandi, stærsta og ef til vill mik­il­væg­asta hag­kerfi Evr­ópu, á fyrstu þrem­ur mánuðum árs­ins var sá mesti í meira en ára­tug. Verg lands­fram­leiðsla óx um 1,5% frá síðasta fjórðungi árs­ins 2007, um 6% á árs­grund­velli, sem var langt um­fram vænt­ing­ar bjart­sýn­ustu manna og tölu­vert um­fram þann 0,3% hag­vöxt sem mæld­ist á áður­nefnd­um loka­fjórðungi 2007. Taka ber fram að þar sem hag­vöxt­ur er vöxt­ur VLF á föstu verðlagi hef­ur auk­in verðbólga á evru­svæðinu ekki skekkj­andi áhrif að öðru leyti en því að einka­neysla hef­ur auk­ist vegna vænt­inga um vax­andi verðbólgu.

Hag­vöxt­ur­inn end­ur­spegl­ar að sögn FT m.a. þá staðreynd að mik­il aukn­ing hef­ur orðið í ný­bygg­ingu hús­næðis í Þýskalandi í vet­ur vegna mild­ara veðurs en oft er á vet­urna en einnig að út­flutn­ing­ur frá Þýskalandi er er öfl­ug­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK