Vöxtur umfram vonir

Hagvöxtur í Þýskalandi, stærsta og ef til vill mikilvægasta hagkerfi Evrópu, á fyrstu þremur mánuðum ársins var sá mesti í meira en áratug. Verg landsframleiðsla óx um 1,5% frá síðasta fjórðungi ársins 2007, um 6% á ársgrundvelli, sem var langt umfram væntingar bjartsýnustu manna og töluvert umfram þann 0,3% hagvöxt sem mældist á áðurnefndum lokafjórðungi 2007. Taka ber fram að þar sem hagvöxtur er vöxtur VLF á föstu verðlagi hefur aukin verðbólga á evrusvæðinu ekki skekkjandi áhrif að öðru leyti en því að einkaneysla hefur aukist vegna væntinga um vaxandi verðbólgu.

Hagvöxturinn endurspeglar að sögn FT m.a. þá staðreynd að mikil aukning hefur orðið í nýbyggingu húsnæðis í Þýskalandi í vetur vegna mildara veðurs en oft er á veturna en einnig að útflutningur frá Þýskalandi er er öflugur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK