Glitnir spáir stýrivaxtahækkun á fimmtudag

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Golli

Greining Glitnis telur að bankastjórn Seðlabanka Íslands muni hækka stýrivexti um 0,25 prósentustig á fimmtudaginn og að stýrivextir verði í kjölfarið 15,75%. Bankastjórn Seðlabanka Íslands kemur saman í vikunni til að ákvarða stýrivexti og vaxtatilkynningar er að vænta á fimmtudagsmorgun.

„Þrátt fyrir að þróun íbúðaverðs, einkaneyslu og nýskráningar bifreiða bendi nú til þess að hagkerfið kólni hröðum skrefum teljum við að verðbólguþrýstingur í hagkerfinu sé viðvarandi, ekki síst vegna gengislækkunar krónunnar. Við teljum því að Seðlabankinn muni hækka vexti um 0,25 prósentustig á fimmtudaginn og að stýrivextir verði í kjölfarið 15,75%.

Eins og kunnugt er mældist verðbólga 11,8% á ársgrundvelli í apríl og hefur ekki verið meiri í tvo áratugi. Þá er útlit fyrir að Seðlabankinn hafi vanmetið verðbólgu á öðrum ársfjórðungi um 1,5 til 2 prósentustig í þjóðhagsspá bankans sem birt var samhliða síðustu vaxtatilkynningu 10. apríl.

Við teljum því að Seðlabankinn muni hækka vexti til að draga úr verðbólguvæntingum og varna enn frekari hækkun verðlags. Við teljum að hækkunin muni marka endalok vaxtahækkunarferils Seðlabankans sem staðið hefur yfir í fjögur ár. Jafnframt reiknum við með að bankinn muni hefja vaxtalækkunarferli í september og að vextir muni standa í 14,75% í lok þessa árs," samkvæmt Morgunkorni Glitnis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK