Verð á hráolíu komst í 129,31 dal á markaði í New York og hefur aldrei verið hærra. Ástæðan fyrir verðhækkuninni í dag eru áhyggjur miðlara af því að birgðir í heiminum séu með minnsta móti. Verðið lækkaði á ný og var 128,95 dalir eftir hádegið.
Þá fór verð á Brent Norðursjávarolíu í 127,49 dali og hefur aldrei verið hærra. Verðið hækkaði um 2,07 dali í dag.