Krónan hefur veikst um 0,37% það sem af er degi.Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,81% og stendur í 4.901,04 stigum. Bakkavör hefur lækkað mest eða um 2,9%, Exista 2,1%, Eimskip 1,69% og Landsbankinn 0,96%. Ekkert félag hefur hækkað í Kauphöll Íslands það sem af er morgni. Hlutabréfavísitölur í öðrum norrænum kauphöllum hafa einnig lækkað.
Í Ósló er lækkunin 0,97%, Kaupmannahöfn 0,91%, Helsinki 1,83% og Stokkhólmi 1,41%. Samnorræna vísitalan Nordic 40 hefur lækkað um 1,11%.
Gengisvísitala krónunnar stóð við upphaf viðskipta í morgun í 147,95 stigum en er nú 148,50 stig. Veltan á gjaldeyrismarkaði er 3,7 milljarðar í morgun. Gengi Bandaríkjadals er 73,70 krónu, evran er 115,50 krónur og pundið 144,90 krónur.