Krónan veikist og Úrvalsvísitalan lækkar

mbl.is

Krónan hefur veikst um 0,37% það sem af er degi.Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,81% og stendur í 4.901,04 stigum. Bakkavör hefur lækkað mest eða um 2,9%, Exista 2,1%, Eimskip 1,69% og Landsbankinn 0,96%. Ekkert félag hefur hækkað í Kauphöll Íslands það sem af er morgni. Hlutabréfavísitölur í öðrum norrænum kauphöllum hafa einnig lækkað.

Í Ósló er lækkunin 0,97%, Kaupmannahöfn 0,91%, Helsinki 1,83% og Stokkhólmi 1,41%. Samnorræna vísitalan Nordic 40 hefur lækkað um 1,11%.

Gengisvísitala krónunnar stóð við upphaf viðskipta í morgun í 147,95 stigum en er nú 148,50 stig. Veltan á gjaldeyrismarkaði er 3,7 milljarðar í morgun. Gengi Bandaríkjadals er 73,70 krónu, evran er 115,50 krónur og pundið 144,90 krónur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK