Öryggismiðstöðin og EA Security hafa sameinað krafta sína undir merkjum Öryggismiðstöðvarinnar. EA Security var stofnað árið 2002 af fyrrverandi lögregluþjónum og hefur sérhæft sig í viðburðastjórnun, lífvörslu, sérhæfðri öryggisráðgjöf og námskeiðahaldi fyrir dyraverði, öryggisverði og fyrirtæki, samkvæmt tilkynningu.
Gottskálk Ágústsson sem stýrt hefur þjónustu EA Security tekur sæti í framkvæmdastjórn Öryggismiðstöðvarinnar og stýrir öryggissviði fyrirtækisins.