Sterling tekur upp eldsneytisgjald

Flugvél Sterling á Kastrupflugvelli.
Flugvél Sterling á Kastrupflugvelli. mbl.is/GSH

Danska lággjaldaflugfélagið Sterling, sem er í íslenskri eigu, ætlar að fylgja í fótspor norrænu flugfélaganna SAS og Norwegian og leggja sérstakt eldsneytisgjald á flugmiða félagsins.

Reza Taleghani, forstjóri Sterling, segir við fréttavef Berlingske Tidende, að stjórnendur félagsins hafi vonað í lengstu lög að til þessa þyrfti ekki að koma en nú sé ljóst að félagið geti ekki mætt verðhækkun á eldsneyti með öðrum hætti. 

Ekki hefur verið ákveðið hvað eldsneytisgjaldið verður hátt. Það er milli 75 og 112 danskar krónur (1145-1700 íslenskar krónur) hjá SAS eftir lengd flugferða. SAS hefur áætlað að þetta gjald skili félaginu jafnvirði um 15 milljörðum íslenskra króna á þessu ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK