Verð á hráolíu til afhendingar í júlí fór yfir 130 dali tunnan í fyrsta skipti í dag. Verð á tunnunni er nú 130,30 dalir í rafrænum viðskiptum á hrávörumarkaði í New York. Skýrist hækkunin af veikingu Bandaríkjadals gagnvart evru og jeni og ótta fjárfesta um að OPEC ríkin muni ekki auka framleiðslu.
Verð á hráolíu er nú tvöfalt hærra en það var fyrir ári síðan.