Verð á olíu yfir 130 dali

Ekki er víst að neytendur verði jafn glaðir á svip …
Ekki er víst að neytendur verði jafn glaðir á svip og miðlarar á hrávörumarkaði í New York í gærkvöldi. AP

Verð á hráolíu til afhendingar í júlí fór yfir 130 dali tunnan í fyrsta skipti í dag. Verð á tunnunni er nú 130,30 dalir í rafrænum viðskiptum á hrávörumarkaði í New York. Skýrist hækkunin af veikingu Bandaríkjadals gagnvart evru og jeni og ótta fjárfesta um að OPEC ríkin muni ekki auka framleiðslu.

Verð á hráolíu er nú tvöfalt hærra en það var fyrir ári síðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK