Verð á olíu yfir 133 dali

Miðlarar í New York.
Miðlarar í New York. AP

Verð á hrá­ol­íu fór yfir 133 dali tunn­an á markaði í New York í dag eft­ir að upp­lýs­ing­ar frá banda­rísk­um stjórn­völd­um sýndu, að eldsneyt­is­birgðir þar í landi höfðu minnkað frá því í síðustu viku. Loka­verðið í kvöld var 133,17 dal­ir og hækkaði um rúma 4 dali í dag en hæst fór verðið í 133,82 dali.

Í Lund­ún­um hækkaði Brent Norður­sjávar­ol­ía um 4,86 dali tunn­an og endaði í 132,70 döl­um. Hæst fór verðið í 133,34 dali sem er met. 

Verð á hrá­ol­íu hef­ur hækkað mikið á þessu ári en það fór í fyrsta skipti yfir 100 dali 2. janú­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka