Verð á hráolíu fór yfir 133 dali tunnan á markaði í New York í dag eftir að upplýsingar frá bandarískum stjórnvöldum sýndu, að eldsneytisbirgðir þar í landi höfðu minnkað frá því í síðustu viku. Lokaverðið í kvöld var 133,17 dalir og hækkaði um rúma 4 dali í dag en hæst fór verðið í 133,82 dali.
Í Lundúnum hækkaði Brent Norðursjávarolía um 4,86 dali tunnan og endaði í 132,70 dölum. Hæst fór verðið í 133,34 dali sem er met.
Verð á hráolíu hefur hækkað mikið á þessu ári en það fór í fyrsta skipti yfir 100 dali 2. janúar.