Verð á olíu yfir 133 dali

Miðlarar í New York.
Miðlarar í New York. AP

Verð á hráolíu fór yfir 133 dali tunnan á markaði í New York í dag eftir að upplýsingar frá bandarískum stjórnvöldum sýndu, að eldsneytisbirgðir þar í landi höfðu minnkað frá því í síðustu viku. Lokaverðið í kvöld var 133,17 dalir og hækkaði um rúma 4 dali í dag en hæst fór verðið í 133,82 dali.

Í Lundúnum hækkaði Brent Norðursjávarolía um 4,86 dali tunnan og endaði í 132,70 dölum. Hæst fór verðið í 133,34 dali sem er met. 

Verð á hráolíu hefur hækkað mikið á þessu ári en það fór í fyrsta skipti yfir 100 dali 2. janúar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka