Stýrivextir áfram 15,50%

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. Mbl.is/Brynjar Gauti

Banka­stjórn Seðlabanka Íslands hef­ur ákveðið að halda stýri­vöxt­um bank­ans óbreytt­um í  15,50%. Bank­inn hækkaði stýri­vexti síðast þann 10. apríl sl. um 0,50% en auk þess hækkaði bank­inn stýri­vexti um 1,25% á auka vaxta­ákvörðun­ar­degi í mars. Er það mesta hækk­un stýri­vaxta síðan nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag pen­inga­mála var tekið upp.

Ákvörðun Seðlabank­ans er í takt við spá grein­ing­ar­deilda Kaupþings og Lands­bank­ans en grein­ing Glitn­is spáði því að stýri­vext­ir yrðu hækkaðir um 0,25% að þessu sinni.

Klukk­an 11 verður frétta­manna­fund­ur banka­stjórn­ar send­ur út á vef bank­ans. Þar verða færð rök fyr­ir vaxta­ákvörðun banka­stjórn­ar Seðlabanka Íslands. Næsti vaxta­ákvörðun­ar­dag­ur banka­stjórn­ar Seðlabanka Íslands er 3. júlí nk. og þann dag verða Pen­inga­mál gef­in út.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK