Stýrivextir áfram 15,50%

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. Mbl.is/Brynjar Gauti

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í  15,50%. Bankinn hækkaði stýrivexti síðast þann 10. apríl sl. um 0,50% en auk þess hækkaði bankinn stýrivexti um 1,25% á auka vaxtaákvörðunardegi í mars. Er það mesta hækkun stýrivaxta síðan núverandi fyrirkomulag peningamála var tekið upp.

Ákvörðun Seðlabankans er í takt við spá greiningardeilda Kaupþings og Landsbankans en greining Glitnis spáði því að stýrivextir yrðu hækkaðir um 0,25% að þessu sinni.

Klukkan 11 verður fréttamannafundur bankastjórnar sendur út á vef bankans. Þar verða færð rök fyrir vaxtaákvörðun bankastjórnar Seðlabanka Íslands. Næsti vaxtaákvörðunardagur bankastjórnar Seðlabanka Íslands er 3. júlí nk. og þann dag verða Peningamál gefin út.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK