Toyota sker upp herör gegn vinnuölkum

Það eru sennilega ófáir yfirvinnutímarnir sem Katsuaki Watanabe, forstjóri Toyota …
Það eru sennilega ófáir yfirvinnutímarnir sem Katsuaki Watanabe, forstjóri Toyota skilar í hverjum mánuði. Reuters

Japanski bílaframleiðandinn hefur skorið upp herör gegn vinnuölkum en fyrirtækið hefur verið gagnrýnt fyrir gríðarlegt vinnuálag á starfsmenn. Meðal annars hefur fyrirtækið dregið úr greiðslum fyrir yfirvinnu vegna funda utan vinnutíma. Er það í samræmi við dómsúrskurð í nóvember í fyrra eftir að þrítugur starfsmaður Toyota lést vegna of mikils vinnuálags.

Á vef  BBC kemur fram að maðurinn reyndist hafa unnið 106 yfirvinnutíma síðasta mánuðinn sem hann var á lífi, mest af því ólaunað.

Almenningur hefur í auknu mæli gagnrýnt þá vinnustaðamenningu sem hefur einkennt Toyota, og ýmis önnur fyrirtæki, að starfsmenn vinni nánast endalausa yfirvinnu. Segja verkalýðsfélög að fyrirtæki líti á yfirvinnu starfsmanna, oftast ógreidda, sem merki um hollustu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK