Gagnrýninn tónn í skýrslu Fitch um Ísland

mbl.is

Í gær gaf Fitch út sérrit um Ísland þar sem leit­ast er við að svara ýms­um spurn­ing­um um landið og bank­ana. Seg­ir í Morgun­korni Glitn­is að tónn­inn í skýrsl­unni sé gagn­rýn­inn og tel­ur Fitch að ís­lenskt hag­kerfi sé viðkvæmt fyr­ir áhrif­um alþjóðlegu láns­fjár­krepp­unn­ar vegna mik­illa er­lendra fjár­fest­inga og ójafn­væg­is í efna­hags­líf­inu.

Þó tek­ur fyr­ir­tækið það skýrt fram að ekki megi setja Ísland í hóp ný­markaðsríkja þótt láns­hæfis­ein­kunn rík­is­sjóðs hafi verið lækkuð, enda séu lífs­gæði hér á landi mik­il, stjórn­sýsla vönduð og gegn­sæ og all­ar helstu stofn­an­ir hag­kerf­is­ins sterk­ar, sam­kvæmt Morgun­korni Glitn­is.


Fitch fjall­ar í skýrsl­unni um áhrif lán­töku rík­is­sjóðs til styrkt­ar gjald­eyr­is­forða Seðlabank­ans. „Virðist mats­fyr­ir­tækið já­kvætt gagn­vart slíkri aðgerð. Fitch-menn benda þannig á að þótt tekið væri lán upp á 5 - 10 ma. banda­ríkja­dala myndi það ekki hafa áhrif á hreina er­lenda skulda­stöðu rík­is­sjóðs fyrr en farið væri að nýta þetta fé til aðstoðar ís­lensku bönk­un­um. Því ætti slík lán­taka ekki að hafa mik­il áhrif á láns­hæfi rík­is­sjóðs næsta kastið.

Fitch tel­ur að jafn­vel þótt skoðuð sé sviðsmynd þar sem frek­ari áföll myndu hell­ast yfir ís­lenska banka­kerfið á þessu ári og hinu næsta muni bætt­ur aðgang­ur Seðlabanka að lausa­fé í er­lend­um gjald­miðlum auka lík­ur á að stjórn­völd geti staðið við bakið á bönk­un­um. At­hygli vek­ur að mats­fyr­ir­tækið gef­ur sér til viðmiðunar stærðargráðu á hinu er­lenda láni sem jafn­gild­ir allt að fjór­föld­un á hinum eig­in­lega gjald­eyr­is­forða Seðlabank­ans," að því er seg­ir í Morgun­korni Glitn­is þar sem gerð er grein fyr­ir skýrslu Fitch.

Skýrsla Fitch 



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK