Reikna með 7% lækkun íbúðaverðs

mbl.is

Í nýrri spá um þróun íbúðaverðs reiknar Greining Glitnis með að íbúðaverð muni lækka um 7% yfir þetta ár. „Við gerum nú ráð fyrir að framundan sé meiri og hraðari kólnun á íbúðamarkaði heldur en við höfum áður gert ráð fyrir," að því er segir í nýrri skýrslu frá Greiningu Glitnis.

„ Margt leggst þar á vogarskálarnar. Fyrst ber að nefna að er nú útlit fyrir að mjög hratt muni draga úr umsvifum í hagkerfinu og að einkaneysla og kaupmáttur almennings fari nú minnkandi hröðum höndum. Þá hefur lausafjárkrísan reynst langvinnari og dýpri en flestir áttu von á  sem hefur neikvæð áhrif á fjármögnunarskilyrði til bæði íbúðafjármögnunar  og -framkvæmda.

Það mikla framboð íbúðahúsnæðis, sem til staðar er eftir uppsveiflu undangenginna ára, spilar einnig stórt hlutverk þeirrar þróunar sem framundan er. Sömu sögu má segja um fólksfjölgun en gera má ráð fyrir að hægja mun á fólksfjölgun í kjölfar þess sem atvinnuleysi eykst og erlendir starfsmenn hverfi í auknum mæli til sinna heima samhliða því sem eftirspurn dregst saman á vinnumarkaði. Loks  má ekki gera lítið úr áhrifum þeirra væntinga sem hafa skapast þess efnis að samdráttur sé nú framundan á íbúðamarkaði. Engum sem fylgst hefur með umræðunni um íbúðaverð hér á landi undanfarnar vikur dylst hversu vandlega þessar væntingar hafa nú skotið rótum. Allir þessir ofangreindu þættir gera það að verkum að ytra umhverfi íbúðamarkaðarins er nú með öðru sniði en undanfarin ár," að því er segir í skýrslunni.

Spá 15% raunlækkun til ársloka 2010

Spá Glitnis gerir ráð fyrir að ytri skilyrði íbúðamarkaðarins verði betri strax á næsta ári í kjölfar þess að lánsfjárframboð fari batnandi og kaupmáttur almennings vex á nýjan leik.

„Til lengri tíma litið gerum við ráð fyrir að íbúðaverð lækki um 3% á næsta ári en hækki um 3% árið 2010. Frá upphafi annars ársfjórðungs þessa árs til ársloka 2010 gerum við ráð fyrir að nafnverð húsnæðis lækki um 7,8% eða um 15% að raunvirði miðað við verðbólguspá okkar. Til samanburðar gerir  ný íbúðamarkaðsspá Seðlabankans ráð fyrir að nafnverði lækki um 20% að nafnvirði og 30% að raunvirði á sama tímabili," samkvæmt skýrslu Glitnis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK