Mesta verðbólga í tæp 18 ár

Hækkun á olíuverði er meðal þess sem hafði áhrif til …
Hækkun á olíuverði er meðal þess sem hafði áhrif til hækkunar mbl.is/Frikki

Vísi­tala neyslu­verðs miðuð við verðlag í maí hækkaði um 1,37% frá fyrra mánuði. Síðastliðna tólf mánuði  hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 12,3% en vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis um 11,4%. Und­an­farna þrjá mánuði hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 6,4% sem jafn­gild­ir 28% verðbólgu á ári (32,7% fyr­ir vísi­töl­una án hús­næðis). Verðbólga mæld á tólf mánaða tíma­bili hef­ur ekki verið jafn mik­il frá því í ág­úst 1990 eða í tæp átján ár er hún mæld­ist 14,2%. Í maí í fyrra mæld­ist verðbólg­an 4,7% en 4% í júní. 

Verð á bens­íni og ol­í­um hækk­ar um 5,7%

Vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis hækkaði um 1,48% frá apríl. Geng­is­sig krón­unn­ar og er­lend­ar verðhækk­an­ir halda áfram að skila sér út í verðlagið og hækkaði verð á inn­flutt­um vör­um um 1,7% (vísi­tölu­áhrif 0,61%). Verð á bens­íni og ol­í­um um 5,7% (0,26%). Verð á mat og drykkjar­vöru hækkaði um 1,9% (0,23%).

Kostnaður vegna eig­in hús­næðis lækkaði um 0,2% (-0,04%). Þar af voru áhrif af lækk­un markaðsverðs -0,15% en áhrif af hækk­un raun­vaxta voru 0,11%. Þá hækkaði kostnaður vegna viðhalds og viðgerða hús­næðis um 5,7% (0,27%).

Meiri hækk­un held­ur en grein­ing­ar­deild­ir spáðu

Er þetta meiri hækk­un á vísi­tölu neyslu­verðs held­ur en grein­ing­ar­deild­ir bank­anna spáðu. Grein­ing­ar­deild Lands­bank­ans spáði 1,2% hækk­un vísi­töl­unn­ar,   Grein­ing­ar­deild Kaupþings spáði 1,6% hækk­un og Grein­ing Glitn­is spáði  1,2% hækk­un vísi­tölu neyslu­verðs í maí.

Þróun verðbólg­unn­ar frá ár­inu 1988 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK