Verð á hráolíu til afhendingar í júlí hækkaði um 77 sent, í 132,96 dali tunnan, í rafrænum viðskiptum í Asíu í morgun. Lokaverð á hráolíu var 132,19 dalir tunnan á NYMEX markaðnum í New York á föstudagskvöld. NYMEX markaðurinn verður lokaður í dag líkt og hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum í dag.
Verð á Brent Norðursjávarolíu til afhendingar í júlí hækkaði um 80 sent á ICE markaðnum í Lundúnum í morgun og er 132,37 dalir tunnan.