Olíuverð nálgast 133 dali á ný

Reuters

Verð á hráolíu til afhendingar í júlí hækkaði um 77 sent, í 132,96 dali tunnan, í rafrænum viðskiptum í Asíu í morgun. Lokaverð á hráolíu var 132,19 dalir tunnan á NYMEX markaðnum í New York á föstudagskvöld. NYMEX markaðurinn verður lokaður í dag líkt og hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum í dag.

Verð á Brent Norðursjávarolíu til afhendingar í júlí hækkaði um 80 sent á ICE markaðnum í Lundúnum í morgun og er 132,37 dalir tunnan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka