Kaupþing banki hefur hætt við áætlanir um stofnun um 70 milljarða íslenskra króna fasteignaþróunarsjóðs vegna skorts á áhuga af hálfu fjárfesta að koma að sjóðnum. Kaupþing hugðist fá með sér fjárfesta í Kaupthing Oppurtunistic Real Estate Fund og leggja í sjóðinn um 20 milljarða af hlutafé sem bankinn á í fimm fasteignaverkefnum, þar á meðal um 60% hlut í lúxusíbúðaverkefni í Beverly Hills sem CPC Group, sem er í eigu Christian Candy, er með í þróun. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag en þar er vísað í frétt á vef Property Week.
Kaupþing staðfesti við Viðskiptablaðið að hætt hefði verið við stofnun
sjóðsins og talsmenn bankans segja að ástæðan sé breyttar
markaðsaðstæður. Í frétt Property Week segir að sjóðurinn hafi átt að
vera hluti af fasteignaráðgjöf Kaupþings sem fjárfesti í verkefnum með
frumkvöðlum.