Rekstur Straums fjármagnaður fram á síðari hluta 2009

Straumur-Burðarás fjárfestingabanki hf. hefur nýverið gengið frá fjármögnun samtals að fjárhæð 395 milljónir evra, 45,1 milljarð króna. Samkvæmt áætlunum Straums dugir lausafé bankans til að fjármagna rekstur hans fram á síðari hluta næsta árs.
 
Annars vegar er um að ræða 180 milljóna evra sambankalán sem skrifað var undir í dag. Það er í tveimur hlutum; 70 milljónir evra til eins árs með 110 punkta álagi á Euribor vexti og 110 milljónir evra til þriggja ára með 180 punkta álagi á Euribor vexti. Umsjónarbankar lánsins voru Bayern LB, Commerzbank, HSH Nordbank og RZB en alls tóku tíu bankar í fimm löndum þátt í láninu, samkvæmt tilkynningu frá Straumi.
 
Hins vegar er um að ræða tvíhliða lánasamninga við nokkra aðila, samtals að fjárhæð 215 milljónir evra, og er lánstíminn eitt til fimm ár.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK