Glitnir: gengishækkun í haust

mbl.is/Júlíus

Fram kem­ur í nýrri þjóðhags­spá Grein­ing­ar Glitn­is að gengi krón­unn­ar hafi átt á bratt­ann að sækja síðustu mánuðina. Þreng­ing­ar á inn­lend­um gjald­eyr­is­skipta­markaði, skert aðgengi að er­lendu láns­fé, lít­il áhættulyst inn­lendra sem er­lendra fjár­festa auk mik­ils halla á ut­an­rík­is­viðskipt­um hafa stuðlað að geng­is­lækk­un krón­unn­ar að und­an­förnu.

Grein­ing Glitn­is tel­ur hins veg­ar að rofa fari til á mörkuðum með haust­inu og að geng­is­hækk­un krónu fylgi í kjöl­farið. Ger­um við ráð fyr­ir að geng­is­vísi­tal­an verði að meðaltali 142 á þessu ári en 128 á því næsta.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK