Tveggja ára stöðnunarskeið hafið

Hafið er tveggja ára stöðnun­ar­skeið í ís­lensku efna­hags­lífi og tíma­bil þar sem hag­kerfið nær jafn­vægi eft­ir hraðan hag­vöxt og þenslu síðustu ára. Þetta kem­ur fram í nýrri þjóðhags­spá Glitn­is sem kynnt var á blaðamanna­fundi í dag. Glitn­ir spá­ir því að hag­vöxt­ur verði nán­ast eng­inn á þessu og næsta ári sam­hliða því sem verðbólga mun hjaðna og viðskipta­hall­inn minnka.

Að sögn Ing­ólfs Bend­ers, for­stöðumanns Grein­ing­ar Glitn­is, er út­lit fyr­ir mik­inn sam­drátt á fast­eigna­markaði meðal ann­ars þar sem eft­ir­spurn­in hef­ur snar­minnkað.

Að sögn Ing­ólfs eru ytri aðstæður hag­kerf­inu óhag­stæðar. Áhrif láns­fjár­krepp­unn­ar hafa verið víðtæk og lang­vinn. 

„Hægt hef­ur á hag­vexti á heimsvísu af þeim sök­um. Þá er olíu- og hrávöru­verð afar hátt í sögu­legu sam­hengi. Í ofanálag er hag­kerfið að tak­ast á við enda­lok um­fangs­mik­illa stóriðju­fram­kvæmda og niður­skurð afla­heim­ilda. Það er því margt sem dreg­ur niður hag­vöxt­inn hér á landi um þess­ar mund­ir," að því er seg­ir í nýrri þjóðhags­spá Glitn­is.

Fram kem­ur í skýrsl­unni að inn­lend eft­ir­spurn mun dragst sam­an bæði í ár og á næsta ári en á móti komi bati á ut­an­rík­is­viðskipt­um. „Ágjöf­in á þjóðarbú­skap­inn verður þannig til að hraða nauðsyn­legri þróun í átt til jafn­væg­is eft­ir ójafn­vægi und­an­far­inna ára. Við ger­um ráð fyr­ir að viðskipta­halli verði ríf­lega 14% af lands­fram­leiðslu á þessu ári en minnki í tæp 10% strax á næsta ári."

Seg­ir Ingólf­ur að þrátt fyr­ir að horf­ur til skemmri tíma séu ekki góðar en bjart­ara sé framund­an, gangi spá­in eft­ir. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK