Verð á olíu niður fyrir 130 dali

AP

Verð á hrá­ol­íu til af­hend­ing­ar í júlí hef­ur lækkað í ra­f­ræn­um viðskipt­um á NY­MEX markaðnum í dag og er 129,05 dal­ir tunn­an. Skýrist lækk­un­in af til­trú manna á að skýrsla sem kynnt verður í dag um birgðastöðu í Banda­ríkj­un­um sýni að birgðir hafi auk­ist í síðustu viku. Eins skipt­ir máli að talið er að Banda­ríkja­menn eigi eft­ir að draga úr eldsneyt­is­notk­un á næst­unni og styrk­ing á gengi Banda­ríkja­dals.

Í Lund­ún­um lækkaði einnig verð á Brent Norður­sjávar­ol­íu til af­hend­ing­ar í júlí. Er það nú 128,91 dal­ur tunn­an.

Í Morgun­korni Glitn­is í dag kem­ur fram að hrá­olíu­verð hef­ur hækkað um 40% það sem af er ári og deila menn um hvort raun­veru­leg eft­ir­spurn eða spá­kaup­mennska vegi þar meira.

Ýmsir banka­menn benda á að fram­virk­ir samn­ing­ar séu þrátt fyr­ir allt seld­ir áður en að af­hend­ingu kem­ur, til raun­veru­legra not­enda sem fá ol­í­una af­henta. Spá­kaup­menn séu því selj­end­ur olíu til taf­ar­lausr­ar af­hend­ing­ar og stuðli þess vegna ekki að þeirri hömstrun sem sé for­senda fyr­ir verðbólu.

Fram­leiðsla nokk­urra stórra olíu­fram­leiðenda hef­ur dreg­ist sam­an á meðan eft­ir­spurn, einkum í Indlandi og Kína, hef­ur auk­ist. Nú hafa hins veg­ar Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæm­in, þriðji stærsti olíu­fram­leiðand­inn inn­an OPEC, til­kynnt að þau séu reiðubú­in að auka fram­leiðslu ef markaðir krefj­ist þess.

Að auki hef­ur Indó­nesía, sem hef­ur þurft að auka inn­flutn­ing á olíu vegna hnign­andi olíu­linda heima­fyr­ir og er á leið út úr OPEC vegna þessa, boðið út leit á 25 olíu- og gassvæðum. Hins veg­ar hef­ur kostnaður við olíu­vinnslu hækkað nán­ast til jafns við hrá­olíu­verð, að því er seg­ir í Morgun­korni Glitn­is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK