Bilun í kauphöllinni í Stokkhólmi

Tafirnar koma til með að hafa áhrif á starfsemi kauphallarinnar …
Tafirnar koma til með að hafa áhrif á starfsemi kauphallarinnar í Reykjavík. mbl.is/Kristinn

Sænski verðbréfamarkaðurinn Nasdaq OMX mun ekki opna fyrr en á hádegi í dag (10 að íslenskum tíma) vegna bilunar í tölvukerfinu. „Þetta er sama vandamál við innskráningu og í gær, við vinnum hörðum höndum að því að leysa þetta," sagði Carl Norell framkvæmdastjóri kauphallarinnar í samtali við Svenska Dagbladet í morgun.

Þessi töf snertir markaðina annarstaðar á Norðurlöndum og eystrasaltsríkjunum sem einnig munu tefja opnun í dag.

Bilunin mun að öllum líkindum ekki tefja opnun Kauphallarinnar í Reykjavík. „Þeir stefna á að hafa sömu opnun og við," sagði Hermann Þráinsson starfsmaður Kauphallarinnar OMX í Reykjavík en tímamunurinn gerir það að verkum að seinkunin hefur ekki áhrif á opnun markaðarins hér.

 „Mér sýnist við vera alveg komin upp," sagði Hermann í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins í morgun.

Í gær töfðust viðskipti á markaðnum um 40 mínútur vegna uppfærslu á tölvukervinu en þá eins og í dag gátu viðskiptavinir ekki skráð sig inn í tölvukerfið.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka