Japanska hlutabréfavísitalan Nikkei lækkaði um 1,6% í Kauphöllinni í Tókýó í dag og er lokagildi hennar 14.209,17 stig. Síðustu þrjá viðskiptadaga hefur Nikkei hækkað og í gær náði hún hæsta gildi sínu í tæpa fimm mánuði. Skýrist lækkun dagsins af áhyggjum af bandarísku efnahagslífi.
Í gærkvöldi lækkaði Standard & Poor's lánshæfismat þriggja stórra bandarískra banka: Merrill Lynch & Co., Morgan Stanley og Lehman Brothers Holdings Inc. Telja ýmir að þetta geti þýtt að frekari niðursveifla sé væntanleg á bandarískum fjármálamörkuðum.