Bróðir emírsins í Katar kaupir hlut í Alfesca

Ólafur Ragnar Grímsson og Össur Skarphéðinsson ásamt emírnum af Katar.
Ólafur Ragnar Grímsson og Össur Skarphéðinsson ásamt emírnum af Katar.

Alfesca gerði í dag samkomulag við ELL162 ehf. sem er eignarhaldsfélag Mohamed bin Khalifa Al-Thani, bróðir emírsins í Katar, um að eignarhaldsfélagið muni skrá sig fyrir 850 milljónum nýrra hluta af höfuðstól félagsins.

Nýju bréfin verða gefin út á áskriftarverði sem er 6,45 krónur fyrir hvern hlut og eftir þessa aukningu verður þarna um að ræða 12,6% eignarhlut í félaginu. Áskriftin er háð skilyrðum, m.a. um að Alfesca birti útgáfulýsingu. Gert er ráð fyrir að fjárfestingunni verði lokið innan 8 vikna.´

Í tilkynningu frá Alfesca segir, að þessi fjárfesting komi í kjölfar þess að aðilar hafi átt í nánum viðræðum og byggt upp samband undanfarin tvö ár. „Stjórn Alfesca býður hans hátign hjartanlega velkominn í hluthafahópinn," segir í tilkynningunni.

Von er á emírnum í opinbera heimsókn í sumar í boði Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK