Hlutabréf nutu góðs af lækkun olíuverðs

Verð á olíu lækkaði á heims­markaði í dag. Á markaði í New York lækkaði verð um rúma 2 dali tunn­an og var 122,30 dal­ir. Hluta­bréf nutu góðs af þessu og hækkuðu al­mennt á markaði í New York. 

Dow Jo­nes hluta­bréfa­vísi­tal­an lækkaði raun­ar um 0,1% og var 12.390 stig í lok dags. Nas­daq vísi­tal­an hækkaði hins veg­ar um 0,9% og er 2503 stig. Bréf deCODE lækkuðu um 4,13% og er gengi þeirra 1,16 dal­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK