OECD spáir samdrætti í einkaneyslu á Íslandi

mbl.is

Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) spáir því að einkaneysla dragist saman um 0,9% á Íslandi í ár en 4% á næsta ári. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá stofnuninni. Þar kemur fram að verðbólga verði 9,8% í ár en 6% á því næsta. Skýrslan var kynnt á blaðamannafundi í París í dag.

Spá 5,7% atvinnuleysi á næsta ári

Samkvæmt skýrslu OECD mun hagvöxtur dragast saman og verða 0,4% á þessu ári og neikvæður um 0,4% á næsta ári. Samhliða mun atvinnuleysi aukast mikið að mati OECD og verða 5,7% á næsta ári.

Í skýrslunni er því spáð að hagvöxtur muni minnka hratt á Íslandi og atvinnuleysi aukast umtalsvert. Í kjölfar langs vaxtahækkunarferils hjá Seðlabanka Íslands sé útlit fyrir að verðbólga taki að minnka í ár.

Fram kemur í skýrslunni að peningamálastefna Seðlabankans eigi áfram að vera hörð til að tryggja lækkun á gengi krónunnar hafi ekki háa verðbólgu í langan tíma í för með sér.

Í skýrslunni er fjallað um gjaldeyrisskiptasamninga seðlabankans við norrænu seðlabankana og með því hafi gjaldeyrisstaða seðlabankans verið tryggð.

Vegna óöruggs ástands á alþjóðlegum fjármálamörkuðum þá sé það skynsamlegt af stjórnvöldum að auka gjaldeyrisforðann enn frekar og fylgjast náið með starfsemi bankanna með auknu bankaeftirliti.

Segir í skýrslunni að íslenskt efnahagslíf sé nátengt alþjóðlegum mörkuðum og þeirri niðursveiflu sem nú ríki á fjármálamörkuðum. Fjallað er um útrás viðskiptabankanna þriggja og þrátt fyrir að þeir eigi lítið undir hvað varðar ótrygg veðlán (sub prime loans) í Bandaríkjunum og að eiginfjárhlutfall þeirra sé gott þá séu auknar áhyggjur af aðgengi þeirra að lánsfé. Skuldatryggingaálag þeirra hafi hækkað verulega, hafi verið um 1.000 punktar í mars en sé nú 600 punktar, og því dýrt fyrir þá að fjármagna sig erlendis.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK