Verð á olíu niður fyrir 124 dali

JIM Smart

Verð á hráolíu fór niður fyrir 124 Bandaríkjadali tunnan í morgun þar sem líkur eru taldar á að eftirspurn eftir olíu eigi eftir að dragast saman. Eins höfðu ummæli Ben Bernanke, formanns bankastjórnar Seðlabanka Bandaríkjanna, áhrif en hann sagði í gær að ólíklegt sé að bankinn lækki stýrivexti enn frekar.

Hráolía til afhendingar í júlí var seld á 123,79 dali tunnan í rafrænum viðskiptum á NYMEX markaðnum í New York. Mikil lækkun var á olíuverði í gær. Lokaverð á NYMEX í gær var 124,31 dalur tunnan sem er lægsta lokaverð á olíutunnunni frá því 15. maí. Þann 22. maí náði lokaverðið sögulegu hámarki eða 135,09 dölum tunnan.

Í Lundúnum voru viðskipti með Brent Norðursjávarolíu til afhendingar í júlí á 123,61 dal tunnan í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK