Dönsk olíufélög hafa boðað hækkun á eldsneytisverði á morgun um 36 danska aura lítrinn og mun lítri af 95 oktana bensíni þá kosta 11,68 danskar krónur, jafnvirði rúmra 187 íslenskra króna. Hefur verð á slíkum vökva aldrei verið hærra þar í landi.
Þá mun verð á dísilolíu hækka um 43 aura og kosta 11,39 krónur. Dísilolíuverð hefur þó áður verið hærra þar í landi.