Olíuverð lækkar lítillega á ný

Verð á hráolíu hefur heldur lækkað í morgun
Verð á hráolíu hefur heldur lækkað í morgun Reuters

Verð á hráolíu lækkaði heldur í verði í viðskiptum í Asíu í morgun eftir að hafa náð hæstu hæðum á föstudag. Verð á hráolíu hækkaði um tæplega 11 dali tunnan á föstudag og var lokaverð hennar á NYMEX markaðnum í New York á föstudagskvöldið 138,54 dalir tunnan, sem er um 8% hækkun frá fimmtudeginum. Þann dag hækkaði verð á hráolíu hins vegar um tæplega 5,50 dali tunnan og nemur því tveggja daga hækkun hráolíu rúmum 13%.

Verð á hráolíu lækkaði um 89 sent í 137,65 dali tunnan um miðjan dag í Singapúr.  Hins vegar hækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu til afhendingar í júlí um 54 sent í Lundúnum í morgun og er 137,15 dalir tunnan.

Ein helsta skýringin á hækkun föstudagsins er svartsýn spá Ole Slorer, sérfræðings hjá Morgan Stanley sem sagði að mikil eftirspurn eftir olíu í Asíu og litlar birgðir gætu þrýst verði á hráolíu upp í 150 dali tunnuna fyrir þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, 4. júlí. Í rafrænum viðskiptum eftir lokun viðskipta á NYMEX í New York á föstudagskvöldið fór verðið á olíutunnunni í 139,12 dali. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK