Flytur trukkana út til Danmerkur

„Þetta er góð útleið fyrir menn sem eru í vandræðum og hagstætt að selja bíla til útlanda núna,“ segir Örn Johansen, framkvæmdastjóri ÖJ-Arnarson ehf., sem hefur verið að flytja notaða bíla frá Íslandi.

Örn hefur undanfarið auglýst þjónustu sína og segir viðbrögðin góð. Fjölmargir hafa sett sig í samband við hann til að kanna þá kosti sem eru í boði. Helst eru þetta eigendur stórra vöru- og flutningabíla.

„Margir eru að gefast upp á stöðunni hér heima. Rekstrarkostnaður hefur rokið upp úr öllu valdi, m.a. vegna hækkandi olíuverðs, og þeir sem starfa við jarðvegsvinnu fá borgað seint og illa. Eins hafa afborganir hækkað vegna gengisbreytinga,“ segir Örn.

Jákvæðu hliðarnar séu hins vegar þær að vegna lágs gengis krónunnar sé tiltölulega hagstætt að selja bíla erlendis. Menn fái fleiri krónur í kassann fyrir vikið. Hann segir markaðinn ytra fyrir notaða bíla ágætlega líflegan.

„Síðustu vikur hef ég selt tíu bíla til útlanda og menn fá ágætt verð,“ segir Örn, en áður stóð hann fyrir innflutningi á bílum.

„Aðstæður hafa breyst fljótt og nú hefur þetta snúist snögglega við. Í stað þess að flytja inn bíla flytjum við út bíla sem ekki eru verkefni fyrir lengur og menn vilja losna út,“ segir hann.

Helstu útflutningslönd fyrirtækisins eru Danmörk og Þýskalands, en Örn segist vera með fleiri lönd til skoðunar. bjorgvin@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK