Kaupþing í Noregi hvetur viðskiptavini til að leggja meira inn

Kaupþing
Kaupþing

Kaupþing í Nor­egi er by­rjað að hafa sa­mband við viðski­p­t­av­ini bank­ans þar í landi sem eiga 5 þúsund norskar kr­ónur eða minna inni á reikningum sínum og býður þeim betri vexti ef þeir leggja meira fé inn á reikninga sína. Þetta kem­ur fram á vef norska blaðsins Dagens Nærin­g­sliv.

And­ré M. Hø­i­bo, einn þei­rra sem Kaupþing hef­ur haft sa­mband við seg­ir í viðtali við DN.no að hann hafi ald­r­ei upplifað slíkt áður og telji hann að bankinn sé í meiri va­nd­ræðum en hingað til hef­ur verið talið. 

Að sögn Hø­i­bo er nokkuð um liðið síðan hann stofnaði reikninginn en hef­ur ekki lagt inn á hann í lang­an tíma. Bauð Kaupþing honum 0,3% auka innlán­svexti ef hann legði að minnsta kosti fimm þúsund norskar kr­ónur inn á reikninginn.

Að sögn Hø­i­bo var einnig haft sa­mband við eig­in­k­onu hans og henni boðin sömu kjör. 

Christ­i­an Alm­s­k­og, markaðsst­jóri Kaupþings í Nor­egi seg­ir í fréttinni að þetta séu hefðbundnir viðski­p­ta­hættir hjá bön­kum. Að sögn Alm­s­k­og vill bankinn að viðski­p­t­av­inir EDGE innláns­reikninga hjá Kaupþingi fái sem mest fy­r­ir sparifé sitt. 

Frétt­in í heild  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka