Verð hlutabréfa í Eimskip lækkuðu um 10,47% þegar viðskipti hófust í Kauphöll Íslands klukkan tíu en fyrr í dag sendi félagið frá sér tilkynningu um að eignarhlutur þess í Innovate hefði verið afskrifaður, 74,1 milljón evra eða um 8,8 milljarðar króna. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,87% en aðrar hlutabréfavísitölur á Norðurlöndum hafa hækkað í morgun.
Landsbankinn hefur lækkað um 2,75%, SPRON um 0,97% og Atorka 0,61%. Ekkert félag hefur hækkað í kauphöllinni það sem af er degi.
Í Ósló hefur vísitalan hækkað um 0,90%, Stokkhólmi 0,32%, Helsinki 0,07% og Kaupmannahöfn 0,39%. Samnorræna vísitalan Nordic 40 hefur hækkað um 0,35%.