Olíuverð hækkar á ný

Á olíumarkaðinum í New York.
Á olíumarkaðinum í New York. AP

Olíu­verð hækkaði á ný í dag vegna lækk­andi geng­is Banda­ríkja­dals og ótta miðlara við að fram­boð anni ekki eft­ir­spurn en nýj­ar töl­ur frá banda­rísk­um stjórn­völd­um benda til þess að eldsneyt­is­birgðir hafi minnkað meira í síðustu viku en sér­fræðing­ar bjugg­ust við.

Tunna af hrá­ol­íu, sem af­hent verður í júlí, seld­ist á 136,76 dali á markaði í New York og hækkaði um 5,45 dali. Þá hækkaði Brent Norður­sjávar­ol­ía um 5,03 dali á markaði í Lund­ún­um og seld­ist á 136,05 dali tunn­an.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK