„Ég yrði hissa ef það myndi ekki muna einhverjum tugum milljarða í heildarskatttekjur þegar upp er staðið,“ segir Ragnar Árnason, prófessor við hagfræðiskor Háskóla Íslands, um mögulegan tekjumissi ríkissjóðs vegna lækkunar á gengi hlutabréfa.
24 stundir greindu frá því á fimmtudaginn að verðmæti hlutabréfa í félögum í úrvalsvísitölu kauphallarinnar hefði lækkað um 1.600 milljarða króna á tæpu ári.