Æ fleiri bloggarar handteknir

Reuters

Sífellt fleiri bloggarar eru handteknir í heiminum fyrir að viðra skoðanir sínar á netinu. Frá árinu 2003 hafa 64 verið handteknir fyrir að birta skoðanir sínar á bloggsíðum, samkvæmt nýrri skýrslu frá University of Washington. Á síðasta ári voru þrefalt fleiri handteknir fyrir blogg um stjórnmál heldur en árið 2006.

Helmingur þeirra sem handteknir hafa verið fyrir blogg eru íbúar í Kína, Egyptalandi og Íran, samkvæmt skýrslunni. Fréttavefur BBC greinir frá þessu.

Helstu ástæður fyrir handtöku bloggara eru blogg um spillingu stjórnvalda, brot á mannréttindum eða fyrir að hvetja til mótmæla samkvæmt skýrslunni. Þar kemur fram að handtökurnar eru vitnisburður um aukin pólitísk áhrif bloggsins. Handtökum bloggara fjölgi þegar óstöðugleiki ríkir í stjórnmálum, til að mynda í kringum kosningar eða víðtæk mótmæli. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK