Æ fleiri bloggarar handteknir

Reuters

Sífellt fleiri bloggarar eru handteknir í heiminum fyrir að viðra skoðanir sínar á netinu. Frá árinu 2003 hafa 64 verið handteknir fyrir að birta skoðanir sínar á bloggsíðum, samkvæmt nýrri skýrslu frá University of Washington. Á síðasta ári voru þrefalt fleiri handteknir fyrir blogg um stjórnmál heldur en árið 2006.

Helmingur þeirra sem handteknir hafa verið fyrir blogg eru íbúar í Kína, Egyptalandi og Íran, samkvæmt skýrslunni. Fréttavefur BBC greinir frá þessu.

Helstu ástæður fyrir handtöku bloggara eru blogg um spillingu stjórnvalda, brot á mannréttindum eða fyrir að hvetja til mótmæla samkvæmt skýrslunni. Þar kemur fram að handtökurnar eru vitnisburður um aukin pólitísk áhrif bloggsins. Handtökum bloggara fjölgi þegar óstöðugleiki ríkir í stjórnmálum, til að mynda í kringum kosningar eða víðtæk mótmæli. 

Stór hluti bloggara sem eru handteknir eru dæmdir í fangelsi. Að meðaltali í fimmtán mánaða fangelsi. Harðasti dómurinn er átta ára fangelsi. Hins vegar er talið að mun fleiri bloggarar hafi verið handteknir en tölurnar bendi til þar sem í einhverjum tilvikum er erfitt að fá upplýsingar um handtökur og á hvaða forsendum þær eru. Til að mynda er talið að 344 hafi verið handteknir í Búrma og margir þeirra séu bloggarar, án þess að skýrsluhöfundar hafi fengið það staðfest.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK